Ravago Building Solutions

You are here:

Ravago Building Solution er staðsett í Bretlandi og er í dag stærsti framleiðandi XPS einangrunar í Evrópu. Ravago tók á sínum tíma yfir Dow sem framleiddi Roofmate, en sú einangrun heitir í dag Ravatherm. XPS einangrunin frá Ravago er með framúrskarandi einangrunargildi ásamt því að vera í Euroclass E burnaflokki.

Ravago býður upp á XPS einangrun með lambda gildunum 0,027 og 0,031 W/mK, sérstaka einangrun fyrir þakkanta og veggi ásamt því að bjóða upp á vatnsfleytidúk (MinK dúk) sem er sérstaklega ætlaður á flöt þök, Ravatherm XPS X MK.

Ravatherm einangrunin er framleidd eftir ströngustu kröfum og er í dag handhafi hinnar eftirsóttu Green Guide Rating A+ vottunar frá BREEAM.
Vörurnar frá Ravago eru allar með BBA og CE vottanir.