Þakgerð 2.A
Timbur – IKO base P4000 T/F – Festingar – IKO powerflex 4 AD/F ICE
Uppbygging:
Timbur
Undirlag – IKO base P4000 T/F
Festingar – Guardian Combi 35/45
Yfirlag – IKO powerflex 4 AD/F ICE
Yfirlag Kantar – IKO powerflex 4 AD/F ICE
Liður 1. Pappalögn á krossviðs- eða borðaklæðningu
Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til pappalagnar.
Á þakið koma tvö lög af þakpappa. Bæði undir- og yfirlag eru SBS þakefni sem er skammstöfun
fyrir styren butten styren gúmmí sem er blandað í asfaltið til mýkingar
Undirlag:
Undirlagið, IKO base P4000 T/F er lagt laust ofan á þakið og eldsoðið saman á samskeytum. Það er fest niður með rósettum á jöðrum og miðju. Pappinn skarast 8-10cm á langhliðum og skammhliðum og er lagt í stefnu vatnshallans. Efnisþyngd er 4,0 kg/m2. Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/m2.
ATH: Magn festinga á þak er ekki alltaf það sama og fer magn eftir vindálagi á hvert þak fyrir sig. Algengt er að fjöldi rósetta sé 8 stk/m2 á flöt, 10 stk/m2 við kanta og 15stk/m2 í horn, ef ekkert farg er að ofan.
Yfirlag:
Yfirlagið, IKO powerflex 4 AD/F ICE, er eldsoðið á undirlagið og lagt í sömu stefnu. Yfirlagið er lagt þannig að samskeyti á undirlagi komi ca á miðja rúllu yfirlags. Pappinn skarast eins og undirlagið. Efnisþyngd er 5,2 kg/m2. Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/m2.
ATH: Ef um grænt þak er að ræða þá breytist heiti yfirlags í IKO roofgarden 4 SBS T/F og á fleti sem standa upp úr fargi skal nota IKO roofgarden 4 SBS AD/F. Smelltu hér til að skoða timburþak með torfi.
Kantar:
Á fleti sem standa upp úr fargi og eru undir álagi sólar skal setja asfaltdúk með steinmulningi, IKO powerflex AD/F ICE.
Litur á steinmulningi: Dökk grár
Þyngd: 10,1 kg/m2
Liður 2. Festingar
Á okkar þök eru notaðar festingar frá Guardian n.v. í Hollandi. Við notum aðallega Guardian Combi 35mm og 45 mm. Þegar lagt er á nýtt timbur skal nota 35mm Combi, en 45mm Combi þegar lagt er ofan á gamalt pappaþak.
Liður 3. Niðurföll
Niðurfallsbrunnar sem við notum koma frá Klober eða Eternoivica. Niðurföllin eru eldsoðin á undirlagið er pappalögn við undirlag er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra áður en yfirlagsdúkur kemur yfir. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn á undirlagið og yfir niðurföll. Ef niðurfall er undir fargi eða einangrun verður að framlengja niðurföll upp fyrir malarfarg með götuðu 2 mm álrörum með álrist.


Liður 4. Lofttúður
Lofttúður sem við notum koma frá Klober eða Eternoivica. Lofttúðan er eldsoðin á yfirlagið er pappalögn við það er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirrafyrir lokafrágang.
Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn yfir fláns lofttúðu.
