Trapisuþak

You are here:

Þakgerð TR.1

Stál trapisa – Undirlagsplata – IKO shield Pro ALU/SA – Millilagsplata – Yfirlagsplata – IKO base P4000 T/F – IKO powerflex 4 AD/F ICE

Uppbygging:

  1. Stál – Trapisu einingar

  2. Undirlagsplata – Steinull 130 kg/m3

  3. Rakasperra – IKO shield Pro ALU/SA

  4. Millilagsplata – Steinull 160 kg/m3

  5. Yfirlagsplata – Steinull 200 kg/m3

  6. Undirlag – IKO base P4000 T/F

  7. Yfirlag – IKO powerflex 4 AD/F ICE

Liður 1. Einangrun - Undirlagsplata

Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til pappalagnar.

Ofan á trapisu einingarnar kemur harðpressuð 40 mm undirlagsplata T (rúmþyngd 130 kg/m3, 25kPa)

Liður 2. Rakasperra

Ofan á undirlagsplöturnar kemur eitt lag af IKO shield Pro ALU/SA. Þegga lag er lagt laust ofan á undirlagsplöturnar og soðið saman á samskeytum ef við á. IKO shield Pro er sjálflímandi rakavarnarlag með öflugri rakavörn

Liður 2. Einangrun

Þegar valin er einangrun fyrir heitt þakkerfi ofan á steypta plötu bjóðum við upp á tvo möguleika:

Liður 2.1. IKO enertherm ALU
IKO enertherm ALU er PIR einangrun (polyisocyanurate) sem er harðspressuð einangrun ætluð fyrir heit þakkerfi. Plöturnar eru lagðar í einu lagi ofan á rakavörnina þannig að þær liggji þétt að köntum og vel saman. Plöturnar eru nótaðar saman. Vanda skal sérstaklega við niðurföll og kanta.

Liður 2.2. Steinullareinangrun
Þegar steinullareinangrun er valin er hún lögð í tveimur lögum af einangrun. Fyrra lagið kallast undirlagsplata og það seinna kallast yfirlagsplata. Undirlagsplatan er lögð beint ofan á rakasperruna og yfirlagsplatan síðan lögð ofan á.

Liður 4. Pappalögn (vatnsvörn)

Á þakið koma tvö lög af þakpappa.

Undirlag:
Undirlagið, IKO base p4000 T/F er lagt ofan á einangrunina og eldsoðið saman á samskeytum. Það er fest niður með rósettum boruðum í stein. Fjöldi festinga fer eftir útreikingum tæknideildar framleiðanda festinga. Pappinn skarast 8-10 cm á langhliðum og skammhliðum. Pappalagið er lagt í stefnu vatnshallans. IKO base P4000 T/F er sendinn SBS asfaltdúkur. Efnisþyngd er 5,6 kg/m2. Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/m2.

Yfirlag:
Yfirlagið, IKO powerflex 4 AD/F ICE, er eldsoðið á undirlagið og lagt í sömu stefnu. Yfirlagið er lagt þannig að samskeyti á undirlagi komi ca á miðja rúllu yfirlags. Pappinn skarast eins og undirlagið. IKO powerflex 4 AD/F ICE er sendinn SBS asfaltdúkur. Efnisþyngd er 5,6 kg per m2. Styrktarmottan í pappanum er polyester 180 gr/m2.

Kantar:
Á kanta er notaður sami dúkur og í yfirlag á fleti.

Litur á steinmulningi: Dökk grár

Þyngd 10,1 kg/m2

Liður 5. Niðurföll

Niðurföllin sem við notum koma frá Klober og Eternoivica. Niðurföllin eru eldsoðin á undirlagið er pappalögn við undirlag er lokið.

Ganga verður vel frá þéttingu þeirra áður en yfirlagsdúkur kemur yfir. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn á undirlagið og yfir niðurföll.

Liður 6. Loftunartúður

Loftunartúður sem við notum koma frá Klober og Eternoivica. Loftúðan eru eldsoðin á yfirlagið er pappalögn við það er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra fyrir lokafrágang. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinnyfir fláns á loftunartúðu

Liður 7. Svanaháls fyrir rafmagnsstrengi.

Svanahálsarnir sem við notum koma frá Klober. Svanahálsinn er eldsoðinn á yfirlagið er pappalögn við það er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra fyrir lokafrágang. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn yfir fláns á svanaháls.