Nophadrain NDIR
Á lager
Nophadrain NDIR er drendúkur sérstaklega ætlaður sem drendúkur undir XPS á viðsnúnum þökum. Dúkurinn býr til drenlag á milli einangrunarinnar og vatnsvarnarlagsins og kemur í veg fyrir að uppsöfnun vatns á milli laganna. Dúkurinn er samansettur úr þremur dúkum, (1) óofinn geotextíll, (2) takkadúk og (3) aðskilnaðarlagi sem skilur að þakdúkinn og plastefni takkadúksins.
Annað:
Þrýstistyrkur: 500 kPa
Hæð takka: 5 mm
Drendúkarnir frá Nophadrain eru framleiddir úr endurunnu HIPS efni (High Impact Polystyrene) sem er með þá sérstöðu gagnvart HDPE efni (High Density Plyethilene) að það heldur upprunalegu formi sínu mun betur sem tryggir háa langtíma afrennslisgetu.
Upplýsingum um vöru var skilað inn til Svansins í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur) og er hún samþykkt til notkunar í verkefnum sem vinna eftir þeim viðmiðum. Varan er ekki Svansvottuð.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða þarft meiri upplýsingar um þessa vöru, heyrðu þá í okkur í gegnum netfangið sala@taktak.is eða í síma 581-1112