Timburþak

You are here:

Þakkerfi á timburklæðningu

Þakkerfi ofan á timbureiningar, ýmist krossviðs- eða borðaklæðningu, er öflugt kerfi fyrir hallalítil þök sem eru einangruð að innan. Kerfið byggist upp af undirlagi sem er fest á þakið með festingum, eldsoðningu á samskeytum og yfirlagi sem er eldsoðið á undirlagið. Í því tilviki er efsta lag þaksins sólarþolinn asfaltdúkur, ýmist dökk grár eða svartur, en einnig er hægt að byggja upp þakkant og tyrfa þakið með gróðurþökum.

Uppbygging – Yfirborðsfrágangur með asfaltdúk

  1. Timburklæðning

  2. Undirlag – IKO base P4000 T/F

  3. Festingar – Guardian Combi 35/45

  4. Yfirlag – IKO powerflex 4 AD/F ICE eða IKO pantera

  5. Yfirlag Kantar – IKO powerflex 4 AD/F ICE eða IKO pantera

Uppbygging – Yfirborðsfrágangur með torfþökum:

  1. Timburklæðning

  2. Undirlag – IKO base P4000 T/F

  3. Festingar – Guardian Combi 35/45

  4. Topplag – IKO powerflex 4 T/F ICE WW (rótarþolinn)

  5. Yfirlag Kantar – IKO roofgarden 4 SBS AD/F (sólar- og rótarþolinn

  6. Drendúkur undir gras – Nophadrain ND4+1h

  7. Vatnsgeymsluplötur – Nophadrain ND WSM-50

  8. Gróðurþökur

Uppbygging - Yfirborðsfrágangur með asfaltdúk

Liður 1. Timburklæðning

Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til pappalagnar.

Liður 2. Undirlag

Undirlagið, IKO base P4000 T/F, er lagt laust ofan á þakið og eldsoðið saman á samskeytum. Þakdúkurinn er látinn skarast 8-10 cm á bæði langhliðum og skammhliðum og lagður í stefnu vatnshallans. IKO base P4000 T/F er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu.

Liður 3. Festingar

Undirlagið er fest niður með sér til gerðum festingum fyrir timburþök. Festingarnar, Guardian Combi 35/45, eru lagðar á mitt undirlagið og við skaranir á langhliðum. Magn festinga á fermeter fer eftir vindálagi, sem getur verið mismunandi eftir verkum. Því bjóðum við upp á festingaplön fyrir okkar viðskiptavini.

Liður 4. Yfirlag og kantar

Yfirlagið, IKO powerflex 4 AD/F ICE, er eldsoðið á undirlagið og lagt í sömu stefnu. Yfirlagið er lagt þannig að samskeyti á undirlagi koma sirka á miðja rúllu yfirlagsins. Þakdúkurinn er látinn skarast 8-10 cm á bæði langhliðum og skammhliðum og lagður í stefnu vatnshallans. IKO powerflex 4 AD/F ICE er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu, sólarþolinn og með gráum steinmulningi.

Liður 5. Niðurföll og annað

Niðurföll eru eldsoðin á undirlagið er pappalögn við undirlag er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra áður en yfirlagsdúkur kemur yfir. Yfirlagsdúkur er síðan eldsoðinn á undirlagið og yfir niðurföll. Lofttúður eru eldsoðnar á yfirlagið er pappalögn yfirlags er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra fyrir lokafrágang. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn yfir fláns lofttúðu.

Uppbygging - Yfirborðsfrágangur með torfþökum

Liður 1. Timburklæðning

Tekið er við þakplötu hreinni og tilbúinni til pappalagnar.

Liður 2. Undirlag

Undirlagið, IKO base P4000 T/F, er lagt laust ofan á þakið og eldsoðið saman á samskeytum. Þakdúkurinn er látinn skarast 8-10 cm á bæði langhliðum og skammhliðum og lagður í stefnu vatnshallans. IKO base P4000 T/F er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu.

Liður 3. Festingar

Undirlagið er fest niður með sér til gerðum festingum fyrir timburþök. Festingarnar, Guardian Combi 35/45, eru lagðar á mitt undirlagið og við skaranir á langhliðum. Magn festinga á fermeter fer eftir vindálagi sem getur verið mismunandi eftir verkum, og sé þess óskað, bjóðum við upp á festingaplön fyrir okkar þök.

Liður 4. Topplag

Topplagið, IKO powerflex 4 T/F ICE, er eldsoðið á undirlagið og lagt í sömu stefnu. Yfirlagið er lagt þannig að samskeyti á undirlagi koma sirka á miðja rúllu yfirlagsins. Þakdúkurinn er látinn skarast 8-10 cm á bæði langhliðum og skammhliðum og lagður í stefnu vatnshallans. IKO powerflex 4 T/F ICE er SBS bættur asfaltdúkur með 180 gr/m2 polyester styrktarmottu.

Liður 5. Drendúkur undir torf

Ofan á topplagið er lagður Nophadrain ND4+1h drendúkur undir torf. ND4+1h er hágæða, CE vottaður drendúkur ætlaður undir torf á þökum. Dúkurinn er drenandi en ásamt því virkar hann sem auka vatnsbirgðargeymsla fyrir torflagið.

Liður 6. Vatnsgeymsluplötur

Ofan á ND4+1h drendúkinn geta verið lagðar ND WSM-25 eða ND WSM-50 vatnsgeymsluplötur. Þessar plötur geta safnað í sig miklu vatni og virka því sem auka vatnsbússkapur fyrir torfið. Plötur eru samþykktar af FLL sem ígildi jarðvegs í grænum þökum. Plöturnar, sem eru 25 mm og 50 mm á þykkt, geta safnað í sig allt að 20 og 40 lítrum af vatni á fermeter.

Liður 7. Torf

Torf er lagt beint ofan á ND4+1h eða ND WSM plöturnar. Algengasta aðferðin er að leggja tvö lög af
úthagatorfi þar sem neðra lagið er lagt öfugt niður en það efra snýr rétt. Í kringum niðurfallsristar er sniðugt að leggja möl svo gróður leiti ekki niður í ristarnar.

Liður 8. Niðurföll og annað

Niðurföll eru eldsoðin á undirlagið er pappalögn við undirlag er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra áður en yfirlagsdúkur kemur yfir. Yfirlagsdúkur er síðan eldsoðinn á undirlagið og yfir niðurföll. Lofttúður eru eldsoðnar á yfirlagið er pappalögn yfirlags er lokið. Ganga verður vel frá þéttingu þeirra fyrir lokafrágang. Að lokum er yfirlagsdúkur eldsoðinn yfir fláns lofttúðu.

Festingar

Á okkar þök eru notaðar festingar frá Guardian n.v. í Hollandi. Við notum aðallega Guardian Combi 35mm og 45 mm. Þegar lagt er á nýtt timbur skal nota 35mm Combi, en 45mm Combi þegar lagt er ofan á gamalt pappaþak.

Nophadrain ND4+1h drendúkur undir torf

Drendúkarnir frá Nophadrain eru allir framleiddir úr endurunnu HIPS efni (High impact Polystyrene) sem er með þá sérstöðu gagnvart HDPE efni (High density plyethilene) að það heldur upprunalegu formi sínu mun betur sem tryggir háa langtíma afrennslisgetu.

Mynd 1. Áhrif tíma og álags á afrennslisgetu HIPS dúka og HDPE dúka (Nophadrain, 2021)

Á öll þau svæði sem þakin eru grasi skal leggja Nophadrain ND4+1h drendúk. Dúkurinn er lagður beint ofan á asfaltdúkinn og látinn snúa svo bollar geti safnað vatni (svarti dúkurinn snýr upp). Dúkurinn samanstendur af þremur dúkum: (1) jarðvegsdúk, (2) bolladúk og (3) jarðvegsdúk. Nophadrain ND 4+1h er sérstaklega ætlaður sem dúkur undir torf þar sem hann safnar vatnsforða (4,3 l/m2) ásamt því að lofta og drena í gegnum sig.

 

Uppbygging með Nophadrain ND4+1h (Nophadrain, 2023)

Nophadrain ND WSM vatnsgeymsluplötur

Vatnsgeymsluplöturnar frá Nophadrain, ND WSM-25 og ND WSM-50, eru framleiddar úr sjálfbærri og vatnssækinni steinull og getur hver sentímeter af ND WSM haldið u.þ.b. 8 lítrum á fermeter. Þetta gerir það að verkum að gróðurinn á þakinu á auðveldara með upptöku vatns á langvarandi þurrkatímabilum.

Nopahdrain ND WSM-25

Efni: Vatnssækin steinull
Þykkt: 25 mm
Þéttleiki: 120 kg/m³
Þurr þyngd: U.þ.b. 3 kg/m²
Blaut þyngd: U.þ.b. 23 kg/m²
Vatnssöfnunargeta: 20 l/m²

Nopahdrain ND WSM-50

Efni: Vatnssækin steinull
Þykkt: 50 mm
Þéttleiki: 120 kg/m³
Þurr þyngd: U.þ.b. 6 kg/m²
Blaut þyngd: U.þ.b. 46 kg/m²
Vatnssöfnunargeta: 40 l/m²