Hvað eru græn þök?
Grænt þak (e. green roof) er þak þar sem yfirborð þess er þakið grasi eða öðrum gróðri. Rannsóknir og reynsla hefur sýnt fram á ýmsa kosti grænna þaka yfir aðrar þaktegundir. Græn þök geta stuðlað að betri loftgæðum, minni orkuþörf húsa, hafa jákvæð áhrif á líffræðilegum fjölbreytileika, hægja á afrennsli regnvatns í fráveitukerfi, draga úr hitauppstreymi frá byggingum o.fl.
Grænum þökum á Íslandi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og verða sífellt vinsælli valkostur, bæði á þökum og þakgörðum. Uppbygging grænna þaka er nokkuð óháð þeirri þakgerð sem er undir græna kerfinu. Auðvelt er að byggja upp grænt þak ofan á viðsnúið þakkerfi, heitt þakkerfi eða einfaldlega á þak með tvöföldu pappalagi beint ofan á stein eða timburklæðningu.
Uppbygging grænna þaka
Þegar hugað er að uppbyggingu grænna þaka er mikilvægt að skoða hvert efnislag fyrir sig og átta sig á virkni þess. Hvert lag hefur sinn tilgang og mikilvægt er að velja efni sem hefur þau gæði til að uppfylla þann tilgang.
Mismunandi þakgerðir krefjast mismunandi efnislaga. Helstu þakkerðir sem hafa verið útfærðar sem græn þök eru viðsnúin þök, heit þök eða hefðbundin pappaþök þar sem tvöfalt lag af pappa er brætt beint ofan á stein eða timburklæðningu.
Lykilatriði sem þarf að hafa í huga varðandi uppbyggingu grænna þaka eru:
- Rétt val á þakpappa
- Val á hentugu drenlagi undir gróður sem hentar þá einnig fyrir restina af þakinu
- Hver er þörfin á vatnsgeymslu? Dugar að nota t.d. ND4+1h dúkinn? Eða er þörf á ND WSM vantsgeymsluplötunum?
- Hvernig á að hátta frágangi við kanta, veggi, niðurföll, túður o.fl?
Val á þakpappa
Þegar velja skal þakpappa fyrir grænt þak er mikilvægt að vera viss um að efra lagið sé rótarþolið (e. root resistant). Ef ekki er valið rótarþolið efra lag er hætta á því að það verði fyrir skemmdum af völdum róta. Einnig er gott að fara eftir þumalputtreglunni að heildarþyngd kerfisins sé 10 kg eða meiri á fermetra.
Val á drenlagi og þörf á vatnsgeymslu
Öflugt drenlag er nauðsynlegt fyrir rétta uppbyggingu á grænu þaki. Drenlagið sér til þess að vatn eigi greiða leið í þakniðurföll og virkar á sama tíma sem auka vatnsforði fyrir gróðurinn. Nophadrain ND4+1h er drendúkur sem er sérstaklega hannaður undir gróður á grænum þökum. Dúkurinn samanstendur af þremur dúkum: (1) jarðvegsdúk, (2) bolladúk og (3) jarðvegsdúk. Hentar á öll þakkerfi þar sem hann er opinn og gufuhleypinn. Heldur allt að 4,3 l/m2 af vatni í bollum.
Þegar aðstæður kalla á aukna vatnsgeymslu, eða þegar það er einfaldlega óskað eftir því, mælum við með því að nota ND WSM vatnsgeymsluplötur. Vatnsgeymslugeta ND WSM er allt að 40 l/m2 fyrir 50mm þykka plötu sem gerir það að verkum að gróðurinn hefur aðgang að mun meira vatni og því betur undirbúinn fyrir þurrkatímabil.
Frágangur á gróðri við kanta, veggi, niðurföll o.fl.
Mikilvægt er að huga vel að því hvernig frágangi er háttað við kanta, veggi, niðurföll og fleira. Góð regla er að hafa gras-laus svæði umhverfis þessa þætti. Það er til dæmis hægt að gera með því að raða 1-3 röðum af hellum upp við kanta og veggi ásamt því að setja möl í kringum niðurföll og túður. Hægt er að nota lista til að skilja að hellur eða möl og gróðulag, t.d. Nophadrain ND KL-80 Gravel Edge Profile.
Mismunandi uppbyggingar grænna þaka
Græn viðsnúin þök
- Steypt plata
- Tvöfalt lag af þakpappa (efra lag rótarþolið)
IKO powerflex 5000 T/F og IKO powerflex 4 T/F ICE WW - Drendúkur undir einangrun
Nophadrain ND IR - XPS einangrun
Ravatherm XPS X 300 SL - Vatnsfleytidúkur
Ravatherm XPS X MK - Drendúkur undir gróður
Nophadrain ND 4+1h - Gróður
T.d. þökur frá torf.is
Græn heit þök
- Steypt plata
- Rakasperra
IKO shield ALU3 T/F - PIR einangrun
IKO enertherm ALU - Tvöfalt lag af þakpappa (efra lag rótarþolið)
IKO powerflex 5000 T/F og IKO powerflex 4 T/F ICE WW - Drendúkur undir gróður
Nophadrain ND 4+1h - Gróður
T.d. þökur frá torf.is
Græn timburþök
- Timburklæðning
- Tvöfalt lag af þakpappa (efra lag rótarþolið)
IKO powerflex 5000 T/F og IKO powerflex 4 T/F ICE WW - Festingar
Guardian Combi 35 SP+TS (ef timbur) - Drendúkur undir gróður
Nophadrain ND 4+1h - Vatnsgeymsluplötur
Nophadrain ND WSM-50 - Gróður
T.d. þökur frá torf.is
Kostir grænna þaka
Græn þök hafa marga kosti fram á að færa, fyrir utan hve falleg þau geta verið. Margar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem metin hafa verið áhrif grænna þaka á ýmsa þætti bygginga og umhverfis. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að græn þök geta:
- haft jákvæð áhrif á loftgæði
- minnkað orkuþörf hús
- haft jákvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika
- hægt á afrennsli regnvatns í fráveitukerfi
- dregið úr hitauppstreymi frá byggingum
- verið nánast viðhaldsfrí út líftíma þaksins
- lengt líftíma þaksins
Mikilvægt er að við framkvæmd og efnisval sé fagmennska höfð að leiðarljósi því þá má búast við því að allir þessir kostir eigi við þakið.
Þaktak hefur áratuga reynslu í bæði frágangi og ráðgjöf á grænum þökum. Ef þig vantar ráðgjöf fyrir græna þakið þitt, bjóðum við þér að senda okkur línu og við munum leggja okkur fram við að svara eftir bestu getu.