22/06/2023

Heimsókn til IKO í Antwerpen, Belgíu.

Dagana 29. mars til 1. apríl heimsóttu Þaktak, ásamt góðum viðskiptavinum, IKO í Belgíu.
IMG_0999-Kopi

Heimsókn til IKO

Starfsmenn Þaktaks, þeir Páll, Ingvar og Mikael, fóru ásamt fríðu föruneyti góðra viðskiptavina í heimsókn til IKO í Belgíu. Í heimsókninni voru höfuðstöðvar IKO í Antwerpen skoðaðar ásamt því að allir luku IKO Certified námskeiði. Á námskeiðinu var lögð áhersla á frágangi flatra þaka, bæði viðsnúnna og heitra. Einnig var farið yfir ýmis vökvaefni frá IKO sem spennandi er að nota á bæði svalir og aðra smáa fleti.

Hvað er IKO Certified Roofer ?

IKO Certified er vottun sem gerir þakverktökum kleift að veita 10 ára ábyrgð á vinnu við pappalagnar með IKO þakdúkum. IKO býður síðan að sjálfsögðu upp á 10 ára efnisábyrgð.

Deila þessari færslu:
Facebook
Twitter
LinkedIn
WhatsApp

Fleiri fréttir og greinar