Ravago Building Solutions í Bretlandi hefur með uppfærðum framleiðsluferlum tekist að lækka lambda gildi (varmaleiðni) Ravatherm XPS einangrunarinnar. Þessi lækkun á lambda gildinu þýðir að hægt er að ná settu U-gildi með þynnri einangrun en áður. Uppfærðu lambda gildin eru eftirfarandi:
- Ravatherm XPS X 300 SL: Allar plötur ≤ 120mm ná λ = 0,030 W/mK
- Ravatherm XPS X 500 SL: Allar plötur ≤ 120mm ná λ = 0,031 W/mK
- Ravatherm XPS X 700 SL: Allar plötur ≤ 120mm ná λ = 0,031 W/mK
- Ravatherm XPS X UB300: Allar plötur ≤ 60mm ná λ = 0,030 W/mK