14/04/2020

IKO enertherm ALU leyfileg í svansvottaðar byggingar

IKO enertherm ALU hefur nú fengið leyfi til notkunar á þök á svansvottuðum byggingum. Frábært einangrunargildi hennar gerir hana að mjög góðum kosti sem einangrun í heitu þakkerfi.
IKO enertherm ALU

IKO enertherm ALU

Enertherm ALU einangrunin frá IKO er PIR (polyisocyanurate) einangrun með frábært λ-gildi, 0,022 W/mK. Með þessu einangrunargildi þarf aðeins 110-120mm þykka einangrun til að uppfylla kröfu byggingareglugerðar um 0,20 í U-gildi þaka. Enn fremur þarf einungis 70-80mm þykka IKO enertherm einangrun til að ná U-gildi 0,30.


Uppbygging sem hentar IKO enertherm ALU

Sú uppbygging sem hentar best fyrir þessa einangrun er heitt þakkerfi á steypta plötu. Með því að nota IKO enertherm ALU í stað steinullar eða frauðplasts (EPS) minnkar heildarþykkt kerfisins um allt að 90 mm.

Uppbyggin þakkerfisins lýtur svona út

  • Steypt plata
  • Rakasperra – IKO shield ALU3 T/F
  • Einangrun – IKO enertherm ALU
  • Þakpappi (2 lög) – IKO base P4000 SBS T/F + IKO powerflex 4 AD/F ICE

Einnig er hægt að fergja þakið með grasi, hellum eða möl. Mælum með að skoða Útfærslur fyrir nánari útskýringar á þessu kerfi.

Deila þessari færslu:
Facebook
Twitter
LinkedIn
WhatsApp

Fleiri fréttir og greinar